141. löggjafarþing — 55. fundur,  18. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[22:31]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Já, frú forseti. Við, löggjafinn, setjum lög af ýmsu tagi á Alþingi og það allalgengt að í þeim séu reglugerðarheimildir. Ég held að mjög margir þingmenn á þingi, þó að það sé mismunandi, telji að lögin eigi að vera skýr og að það séu skýrar fyrirskipanir í lögunum um það sem ráðherra á að gera í reglugerðum sínum. Ég tel að vegna þess að Sjúkratryggingastofnun Íslands hefur ekki haft þá burði sem hún þarf að hafa til að geta sinnt hlutverki sínu sé einmitt mjög mikilvægt að færa ráðherra þessa reglugerðarheimild svo að hægt sé með skýrri pólitískri forgangsröðun að ákveða hvað sé mikilvægt verkefni stofnunarinnar hverju sinni.