141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

bókasafnalög.

109. mál
[11:15]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er um að ræða frumvarp sem hefur verið nokkuð lengi í smíðum. Ég held að sá tími sem menn hafa tekið sér í að bæta umhverfi bókasafna hafi verið góður og vel nýttur. Það er verið að taka tillit til eðlilegrar þróunar innan bókasafnanna og því tel ég til mikilla bóta að við samþykkjum þetta frumvarp og mun ég greiða atkvæði mitt með því.