141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

dómstólar.

475. mál
[11:26]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Eftir bankahrunið kom mikill fjöldi mála til dómstóla. Ljóst er að ágreiningsmál vegna gjaldþrotaskipta hafa tífaldast í kjölfar bankahrunsins þannig að ég er mjög sammála því sem kemur fram í 3. gr., að vert sé að halda þessum aukna fjölda héraðsdómara að störfum meðan þessi kúfur klárast. Það þarf að lengja það tímabil um eitt ár eins og lagt er til í 3. gr.

Ég er sammála því varðandi aðrar greinar að æskilegt sé að skoða betur þau áhrif sem þær geta haft í för með sér á starfsemi Hæstaréttar, að athuga hvort heimildirnar séu of rúmar, þó að ég hafi líka ákveðna samúð með Hæstarétti vegna málafjölda.

Ég styð það að við tökum málið til nefndar milli 2. og 3. umr. og heyri að hv. þm. Björgvin G. Sigurðsson, formaður nefndarinnar, er líka á því og mun taka þátt í þeirri vinnu.