141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

lækningatæki.

67. mál
[11:35]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er gott dæmi um illa undirbúið mál sem kemur fram í því að skattleggja á sérstaklega hjólastóla, bleiur, smokka og lækningatæki sem mun koma beint niður á spítölum landsins. Ég vil nota tækifærið og þakka hv. þm. Unni Brá Konráðsdóttur og Einari Kristni Guðfinnssyni fyrir að halda vöku sinni og vekja athygli á þessu með einarðlegum og góðum málflutningi hér í gær þegar við ræddum þetta í skjóli nætur. Ég er svo sannarlega ánægður með það að hv. þingmaður og formaður nefndarinnar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, ætlar að taka málið aftur inn í nefndina. Það er áfangaskref, en ég hvet hv. þingmann sem og þingmenn stjórnarmeirihlutans til að hlusta á þessa tvo hv. þingmenn í þessu máli sem og öðrum því að það er augljóst að ef það er ekki gert sitjum við uppi með frumvarp sem getur jafnvel orðið að lögum ef hv. þingmenn halda ekki vöku sinni.