141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[11:46]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Það sem bent hefur verið á í þessu máli er auðvitað bara hrein frestunarárátta hjá hæstv. ríkisstjórn og þeim ráðherrum sem farið hafa með málefni heilbrigðismála. Þarna er verið að fresta ár eftir ár lagabreytingu og í staðinn fyrir að takast á við innihald málsins er því alltaf frestað og frestað. Svo kemur hv. þm. Þuríður Backman og segir, í góðri meiningu áreiðanlega, að hún treysti því að ráðherrann muni vinna jafn vel í málinu og fram til þessa og þá eigum við von á frekari frestunum ef sú spá rætist.