141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

greiðsla kostnaðar við rekstur umboðsmanns skuldara.

498. mál
[11:51]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um dæmalaust frumvarp að ræða. Leið Framsóknarflokksins varðandi 20% niðurfellingar á skuldum heimilanna var ekki farin. Stofnað var til mikils embættis, umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður skuldara er nú kominn á yfirdrátt og því þarf að færa til fjármagn og leggja til hækkun á hlutfallstölu til að skapa meiri tekjur fyrir embættið.

Til stóð að leggja embættið niður fljótlega eftir að til þess var stofnað, en það hefur sannað sig enn einu sinni að núverandi ríkisstjórn er heimsmeistari í að skapa opinber störf og kerfisvæða kerfið og viðhalda kerfinu inni í kerfinu sjálfu.