141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

skipulagslög.

516. mál
[12:05]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum, nr. 123/2010, með síðari breytingum, frá umhverfis- og samgöngunefnd. Þetta er í raun hliðstætt mál við hitt sem við greiddum atkvæði um áðan, að rýmka tímafresti til auglýsingar á deiliskipulagi í samræmi við eindregnar óskir sveitarfélaga landsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.