141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

svæðisbundin flutningsjöfnun.

459. mál
[12:09]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Hér er um framfaraskref að ræða í þágu atvinnulífs í þeim byggðarlögum sem eru hvað fjærst suðvesturhorni landsins. Þegar það mál kom hingað inn í þingið þá einskorðaðist 20% endurgreiðslan við Vestfirði en við meðhöndlun Alþingis var norðausturhorn landsins einnig sett í þann flokk, sem er mjög mikilvægt. Það eru reyndar ákveðin vonbrigði varðandi framlagninguna að skera eigi niður fjármuni til þessa verkefnis núna þegar við erum rétt að hefja það, en betur má ef duga skal og ég hef fyrir hönd okkar framsóknarmanna lýst yfir miklum áhuga á því að efla verkefnið með þá a.m.k. óbreyttum fjármunum en ekki skertum.

Síðan bendi ég á að það eru fleiri landsvæði eins og suðausturhorn landsins sem eru mjög langt frá höfuðborgarsvæðinu og þyrftu einnig að fá stuðning, því við viljum styðja við atvinnulíf (Forseti hringir.) í þessum byggðarlögum.