141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í 5. og 6. gr. eru ártöl og þar stendur: Greinarnar þarfnast ekki skýringar.

Það er verið að framlengja búvörusamninginn um tvö ár og því skulu bændur, skattgreiðendur og neytendur hlíta. Þeir tapa allir á því. Ég fullyrði að bændur, neytendur og skattgreiðendur tapi á þessu. Þetta er sovétkerfi sem neglir niður framleiðslu á búvörum og þótt bændur séu afskaplega duglegir og framtakssamir er mjög erfitt fyrir þá að brjótast út úr því. Þeir hafa gert nokkrar tilraunir til uppreisnar en þær eru yfirleitt bældar niður. Ég nefni mjólk o.fl.

Ég segi nei við þessu.

(Forseti (ÁÞS): Þá gerir hv. þm. Einar K. Guðfinnsson grein fyrir atkvæði sínu með sama hætti.) [Hlátur í þingsal.]