141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[12:24]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Það leiðir auðvitað af eðli máls að ef Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu eru allir búvörusamningar í fullkomnu uppnámi vegna þess að það stuðningskerfi sem Evrópusambandið hefur er algjörlega í andstöðu við stuðningskerfið sem við Íslendingar höfum þannig að framleiðslutengdir búvörusamningar eins og við erum með væru þá ekki lengur til. (Gripið fram í.) Tollverndin væri horfin og íslenskur landbúnaður algjörlega í uppnámi.

Ég tek því undir þá tillögu sem hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannsson flytur hérna og styð hana.