141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

291. mál
[12:30]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í það hvenær frestur til þess að skila inn umsögnum o.fl. rann út en það er alveg ljóst að nefndin er með málið til umfjöllunar. Það mun koma inn til nefndar milli 2. og 3. umr. Mér finnst góð sú hugmyndafræði og þau sjónarmið sem búa að baki frumvarpinu, þ.e. að koma til móts við lítil sveitarfélög úti á landi sem ekki hafa möguleika til að afla sér mikilla tekna.

Í ljósi þess að málið kemur inn til umræðu milli 2. og 3. umr. ætla ég að sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu í trausti þess að við séum enn að vinna það. Ég vonast til þess að út úr því komi jákvæð niðurstaða.