141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

tekjustofnar sveitarfélaga.

291. mál
[12:32]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Að gefnu tilefni vil ég byrja á að taka fram að hv. þm. Ólína Þorvarðardóttir er ekki að kenna einum eða neinum um neitt. Hún var bara að skýra tildrög málsins, sérstaklega varðandi umsagnarbeiðnir.

Hitt vil ég hins vegar segja að ef þingheimur ætlar ekki að afgreiða þetta mál núna, og við munum að sjálfsögðu skoða það á milli 2. og 3. umr., bitnar það bara á fátækari sveitarfélögum landsins og við hyglum þá áfram hinum ríku. Það er prinsippspurningin sem hér um ræðir, en við munum að sjálfsögðu skoða þær umsagnir sem borist hafa og þau sjónarmið sem fram hafa komið. Prinsippspurningin er þó tiltölulega einföld, þ.e. hvort jöfnunarsjóður eigi raunverulega að jafna. Það er lykilatriði í málinu.