141. löggjafarþing — 56. fundur,  19. des. 2012.

tilkynning um skriflegt svar.

[15:01]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hefur bréf frá innanríkisráðuneytinu um frestun á því að skriflegt svar berist við fyrirspurn á þskj. 559, um stöðu erindis vegna sjálfskuldarábyrgðar sem Mosfellsbær undirgekkst, frá Margréti Tryggvadóttur. Ástæður tafar eru þær að málið sem um ræðir er á lokastigi í ráðuneytinu og mun niðurstaða liggja fyrir innan skamms. Verður að teljast rétt með hliðsjón af fyrirspurninni að svarið berist Alþingi þegar niðurstaða liggur fyrir, enda er í fyrirspurninni meðal annars óskað upplýsinga um afstöðu ráðherra til málsins.