141. löggjafarþing — 57. fundur,  19. des. 2012.

Stjórnarráð Íslands.

214. mál
[15:09]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Frumvarpið varðar breytingar sem er verið að gera á starfsemi Hafrannsóknastofnunar, ekki þó nafnbreytinguna heldur starfsemina. Þetta samkrull á milli atvinnuvegaráðuneytisins annars vegar og umhverfisráðuneytisins hins vegar varðandi langtímaráðgjöf og annað slíkt er að mati okkar ekki nægilega vel útfært og ekki nægilega vel hugsað og er meginástæða þess að við segjum nei við þessu.