141. löggjafarþing — 57. fundur,  19. des. 2012.

búnaðarlög og framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

448. mál
[15:15]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Herra forseti. Ég tel mikilvægt að við styðjum vel við bændur en styrkjum líka stöðu neytenda á markaði hér heima. Ég tel mikilvægt að við gerum það með því að auka frelsi, bæði í innflutningi og í því kerfi sem nú er við lýði. Það kerfi sem nú er við lýði er of miðstýrt. Það er of niðurnjörvandi fyrir bændur en ekki síður neytendur.

Ég mun því sitja hjá við þetta mál en tel mikilvægt að á því verði tekið til lengri tíma.