141. löggjafarþing — 57. fundur,  19. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[16:42]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Vegna þeirra ummæla sem hér hafa fallið og ítrekuð hafa verið í þá veru að hér hafi verið staðið að lögbrotum þá vil ég að það komi fram, svo að ég endurtaki það sem fram kom í ræðu minni um nefndarálit varðandi þetta mál í gær, að með þetta mál var farið samkvæmt öllum settum reglum í samstarfi við yfirstjórn þingsins, nefndasviðsins, þær breytingar sem þarna fóru fram. Vandlega var gætt að því að ekki væri um nein brot á reglum að ræða, hvað þá lögbrot.