141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

hagvöxtur.

[11:04]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Mig langar til að benda á að í þeim markmiðum sem ríkisstjórnin setti sér var gert ráð fyrir að verðbólga yrði komin niður í 1,7% á árinu 2011 og 2,1% á árinu 2012. Síðan var gert ráð fyrir að hún yrði um 2,1% á árinu 2013. En verðbólgan hefur verið föst í 4,5% nú um langan tíma, sem ég held að sé því miður ekki til marks um góðan árangur ríkisstjórnarinnar heldur þvert á móti. Við erum enn á ný að sjá merki þess í fjárlagafrumvarpinu að verðbólga muni frekar aukast en hitt.

Ég vil benda á í sambandið við efnahagsmál ríkisins að kynbundinn launamunur hefur aukist, hér er ekki gert ráð fyrir auknum fjármunum til að byggja upp innviði á Bakka og ég get því miður ekki séð (Forseti hringir.) að fjárfestingaráætlun sem leggur m.a. til að setja 500 millj. kr. í náttúrufræðisýningu komi til með að auka hagvöxt á næstu árum. Það er grafalvarlegt mál, virðulegi forseti.