141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[12:41]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti hyggst haga atkvæðagreiðslunni með sama hætti og við 3. umr. um fjárlög á síðasta þingi. Breytingartillögur nú eru óvenjumargar. Forseti hyggst því stytta atkvæðagreiðsluna með því að bera breytingartillögur upp eftir þingskjölum og fylgja númeraröð þingskjalanna ef ekki er við annað að styðjast. Fyrst verða bornar upp breytingartillögur við tekjuhluta, þ.e. sundurliðun 1, síðan við útgjaldahluta, sundurliðun 2, o.s.frv. Forseti mun verða við óskum um sératkvæðagreiðslu um einstaka liði á skjölum eftir því sem fært er við atkvæðagreiðsluna.

Forseti hyggst nú hefja atkvæðagreiðsluna en allmargir þingmenn hafa óskað eftir því að taka til máls um atkvæðagreiðsluna.