141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:17]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Allt þetta kjörtímabil hefur ríkisstjórnin leynt og ljóst stefnt að því einhvern veginn í ósköpunum að auka álögur á heimilin í landinu og gera þeim erfiðara fyrir. Hér er komin fram tillaga sem er liður í því að lækka eða koma í veg fyrir frekari álögur á heimilin í landinu og þá tillögu ætlum við framsóknarmenn að styðja. Við teljum að það sé nóg komið af aðgerðaleysi gagnvart íslenskum heimilum, ég tala nú ekki um gagnvart fyrirtækjum í landinu. Þetta er góð tillaga og við munum styðja hana.