141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:18]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hér er gerð heiðarleg tilraun til að koma í veg fyrir hækkun á lánum heimilanna í landinu með því að leggja til að álögur sem hafa áhrif á vísitölu verðtryggingar verði ekki lagðar á eins og fram kemur í þessu fjárlagafrumvarpi. Öðruvísi mér áður brá. Hér eru þeir sem hæst hafa talað um öryggi heimilanna og að standa vörð um heimili og velferð á rauðum takka og gulum til að koma í veg fyrir að hækkunin nái til lána heimilanna, til að gjöldin nái að hækka lán heimilanna í landinu. Öðruvísi mér áður brá. Hafi norræn velferðarstjórn einhvern tíma verið öfugmæli þá er það hér og nú.