141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:26]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er fullkomlega óumdeilt að þær breytingar sem lagt var af stað með á skattlagningu á ferðaþjónustu voru illa ígrundaðar og hafa nú þegar valdið miklum skaða. Þessi tillaga er hingað komin til að reyna að sameina það sem maður mundi ætla miðað við yfirlýsingar hv. þingmanna að menn væru sammála um, þ.e. að fresta þessu til 1. september 2014, og að um leið gæfist tími til að fara betur yfir málið.

Það veldur mér því miklum vonbrigðum að þeir sem hafa talað hvað hæst í þessu máli treysta sér ekki til að styðja þá tillögu sem er svo sannarlega í anda þess sem þeir hafa rætt fram til þessa. Ég segi já við þessari góðu tillögu.