141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er um að ræða frestunartillögu. Við teljum að með henni sé í raun verið að festa þessi 14% í sessi. Við erum því á móti þessari breytingartillögu. Við erum á móti því að hækka skattinn með því fyrirkomulagi sem hér er lagt til. Það skiptir ekki máli hvaðan sú tillaga kemur.