141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:46]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Við greiðum atkvæði um tillögur varðandi tekjuhlið fjárlaga. Ég verð að segja að ég fagna því sérstaklega að hæstv. velferðarráðherra hefur frestað því að hér fari í gegn frumvarp til laga um breytingar á lögum um lækningatæki sem fól í sér sérstakar hækkanir eða skattahækkanir á bleiur, dömubindi, tannþráð o.fl. Mig langar að koma því að, frú forseti, að bent var á það í meðförum nefndarinnar á fyrri stigum hvaða tollflokkar liggja þarna undir. Vinnubrögðin eru með hreinum ólíkindum.

Lagt er fram mál um hækkanir, sérstaklega skattahækkanir, og síðan kemur fram að enginn kannast við að átt hafi að gera þetta. Engu að síður var það rætt, málið var afgreitt úr nefndinni. Bent var á það í umræðu um málið að kvöldlagi, spurt var sérstaklega um hvort ekki stæði til að endurskoða tollflokkana en því var neitað allt þar til málið komst í fjölmiðla.

(Forseti hringir.) Ég verð að lýsa áhyggjum mínum af því að fjölmiðlar stýri því hvaða mál ríkisstjórnin leggur áherslu á.