141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[13:49]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Þessi tillaga er í samræmi við þá forgangsröðun sem við höfum talað fyrir í Hreyfingunni frá því að við komum á þing að útgjöldum ríkisins verði forgangsraðað með öðrum hætti en gert hefur verið. Hér leggjum við til að aukaframlag fari til heilbrigðismála, til sjúkrahúsanna úti á landi, á Ísafirði, Akureyri og í Neskaupstað sem og til Landspítalans til að létta álagi af honum. Tillögurnar eru fjármagnaðar með því að 10% af vaxtagjöldum ríkissjóðs verði einfaldlega frestað um nokkur ár eða að endursamið verði um þau gjöld. Við leggjum til að forgangsraðað verði með hagsmuni heilbrigðiskerfisins fram yfir hagsmuni fjármagnseigenda í huga. Hægt er að gera það vegna þess að skuldastaða ríkissjóðs er slík að hún er ekki sjálfbær. Þess vegna er liður 5 hér inni til að sýna fram á, eins og tillögur sumra annarra, að hér er ekki verið að draga peninga upp úr hatti heldur eru þessar tillögur að fullu fjármagnaðar.