141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:04]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Nýjum stjórnmálaflokkum er gert að keppa við ríkisstyrkta flokka sem hver og einn fær á bilinu 22–90 milljónir á ári frá skattgreiðendum. Þessi fjárskortur nýrra stjórnmálaflokka þýðir að þeir geta ekki haldið uppi sambærilegri starfsemi og fimmflokkurinn sem á fulltrúa á þingi, þeir geta ekki farið út á land, fjármagnað fundi með kjósendum þar eða auglýst þá.

Frú forseti. Þetta fyrirkomulag sem ríkisstyrktu stjórnmálaflokkarnir hafa sjálfir hannað er óviðunandi og vinnur — Frú forseti. Get ég fengið þögn hérna? [Kliður í þingsal.]

Þetta fyrirkomulag sem ríkisstyrktu flokkarnir sjálfir hafa hannað er óviðunandi og vinnur gegn lýðræðinu. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) Höfnum ólýðræðinu sem birtist í þessu framlagi. (Gripið fram í.) [Hlátur í þingsal.]