141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:16]
Horfa

Lúðvík Geirsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það liggur fyrir að búið er að fastbinda framlag úr jöfnunarsjóði á árinu 2013 upp á 74 millj. kr. til að mæta uppgjöri vegna fjárhagsvanda Álftaness og mun sú fjárhæð renna til hins sameinaða sveitarfélags Álftaness og Garðabæjar.

Með viðbótarframlagi upp á 74 millj. sem hér er gerð tillaga um er tryggt að áðurnefnt framlag verði ekki til þess að skerða framlög úr jöfnunarsjóði til þeirra sveitarfélaga vítt og breitt á landsbyggðinni sem standa höllum fæti og hafa á undanförnum árum fengið sérstök framlög til að mæta þeim vanda.