141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:19]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þegar menn fara í varðveislu fornminja í útlöndum þá gæta þeir sín að hafa allt sem upprunalegast og sem elst. Hér hafa hús í raun verið byggð upp á nýtt með blöndu af nýju og gömlu. Þau eru ekki fornminjar fyrir tíu aura.

Hótel Skjaldbreið er fúaspýtur og ég spái því hér og nú að það muni ekki kosta 80 millj. kr., það verði svona 160. Ég sit hjá við þessa atkvæðagreiðslu.