141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:29]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég vil vekja athygli á styrk til innanlandsflugs sem kom fram á milli 2. og 3. umr., 75 millj., sem ég tel vera mjög gott. Á næsta ári verða boðnar út flugleiðir sem eru ríkisstyrktar og flug á staði á landsbyggðinni sem hafa ekki borið sig að vera með flug án þess að hafa ríkisstyrki. Það skiptir þessa staði gífurlega miklu máli að fá stuðning til að halda þessum almenningssamgöngum uppi.

Ég vil almennt segja um fjárlögin að ég er mjög stolt af því að vera í þeim vaska hóp sem hefur komið ríkisfjármálum aftur á réttan kjöl eftir afhroð stjórnarstefnu síðustu 20 ára frá og með hruni. (Gripið fram í.) Þá taka þeir það til sín sem eiga það.