141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:34]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Herra forseti. Hér er tillaga af svipuðum meiði og áðan þar sem skattfé almennings er notað til að greiða félögum sem boða tóma vitleysu og fullt af starfsfólki fé, starfsfólki sem er þar að auki á mjög háum launum. Fjármunum almennings í landinu er betur varið í annað en slíka starfsemi. Við eigum öll að vísu þá djúpstæðu þrá að menn fái makleg málagjöld einhvern tíma á lífsleiðinni eða í eftirlífinu en það er því miður ekki nema djúpstæð þrá og ætla að vísa því til einhvers annars tilverustigs er fáránlegt. Við þurfum að taka á misbrestum mannanna á veraldlega sviðinu á meðan við erum hérna megin grafar og við eigum að nota peningana í það miklu frekar en að styðja boðunarmenn vitleysu sem tala um engla og ský og púka. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Það fer enginn upp, allir niður.)