141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:36]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Virðulegi forseti. Hér er meðal annars verið að greiða atkvæði um breytingartillögu er varðar tímabundið framlag til að byggja upp þjónustu SÁÁ við eldri borgara og er það í fyrsta sinn sem framlög eru veitt beint til þeirrar mikilvægu heilbrigðisþjónustu og ástæða til að fagna því alveg sérstaklega. Þá er gerð tillaga um tímabundna 7 millj. kr. hækkun á framlagi til Hlaðgerðarkots sem er meðferðarheimili Samhjálpar í Mosfellsdals. Það er ánægjuefni að borð er fyrir báru til að veita aukið framlag til þess mikilvæga heilbrigðisstarfs sem fer fram hjá þessum tvennum félagasamtökum.

Þá erum við að greiða atkvæði um 100 millj. kr. tímabundið framlag til fyrsta áfanga endurbyggingar sjúkrahússins á Selfossi sem komin er viðhaldsþörf á. Með því að ráðstafa ónýttum fjárveitingum fyrri ára og framlegðar af fasteignum ríkissjóðs er búið að tryggja heildarfjármögnun á 1. áfanga verkefnisins og hægt að ráðast til framkvæmda. Það er mjög ánægjulegt að hægt er að fara í það mikla heilbrigðisverkefni núna.