141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:37]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég fagna því sérstaklega að með tillögu um að veita 15 millj. kr. til viðbótar við nýframkvæmdir á lið Landspítala Íslands er tekin ákvörðun um að undirbúa af alvöru nýbyggingu við endurhæfingardeildina við Grensás. Þar hefur lengi skort á bæði eðlilegt viðhald og eðlilega aðstöðu. Endurhæfing sjúklinga fer fram á göngum og í kjallara þar sem ekki er nægilegt loftrými og í rauninni ekki heimild til að reka þjónustu af þessu tagi. Það er mjög mikilvægt að þetta framlag er nú veitt því að það er staðfesting á því að við þingmenn viljum að farið verði í þessa nýbyggingu. Það finnst mér mikils um vert og ég fagna því.