141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Þegar hlutafélag er gjaldþrota og hluthafarnir setja meiri pening inn í félagið dettur þeim ekki í hug að reikna sér að þeir séu að kaupa hlutabréf og fái eitthvað í staðinn. Hér er það gert. Íbúðalánasjóður hefur tapað óhemjufé og ríkissjóður er að setja peninga inn í sjóðinn og menn segja að hann fái eitthvað í staðinn. Hann fær ekki neitt í staðinn vegna þess að Íbúðalánasjóður stendur miklu verr en fyrir nokkrum árum. Hann er að tapa. Þetta eru ekki bara 13 milljarðar, þetta eru miklu stærri tölur. Þetta eru ein af þeim galdrabrögðum sem notuð eru til að fela raunverulega stöðu ríkissjóðs sem er miklu verri en sýnt er í þessu fjárlagafrumvarpi. Ég sit hjá.