141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:44]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Samkvæmt 41. gr. stjórnarskrárinnar má ekkert gjald greiða af hendi nema heimild sé til þess í fjárlögum eða fjáraukalögum. Á undanförnum árum hefur orðið mikið gat á milli fjáraukalaga og ríkisreiknings sem þýðir að einhverjir hafa greitt fé úr ríkissjóði án þess að til þess sé heimild í fjárlögum eða fjáraukalögum. Ég legg til að hv. fjárlaganefnd eða Ríkisendurskoðun skoði þetta.

Það vantar stórar tölur inn í þessi fjárlög. Ég nefndi áðan Íbúðalánasjóð, Sparisjóð Keflavíkur, sá vandi hvarf, Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, 57 milljarðar, háskólasjúkrahúsið, það á að fara að byggja það, það kemur hvergi fram, það er talað um 75 milljarða þar. Þetta eru ekki raunveruleg fjárlög. Það mun koma í ljós og ég spái því að það verði mikill munur á ríkisreikningi og þessum fjárlögum og fjáraukalögum.