141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

fjárlög 2013.

1. mál
[14:45]
Horfa

Jón Bjarnason (Vg):

Herra forseti. Þetta eru fjárlög fyrir næsta ár, nýjar kosningar og nýtt þing. Gert var ráð fyrir að Evrópusambandsumsókninni sem var samþykkt hér í upphafi þings yrði lokið á kjörtímabilinu. Þessi fjárlög gera ráð fyrir áframhaldandi fjárveitingum, milljörðum kr., í ráðstöfun til áframhaldandi umsóknar og aðlögunar að Evrópusambandinu. Mér er bara í hjarta mínu, herra forseti, ómögulegt að styðja slíkt frumvarp fyrir næsta þing og næstu ríkisstjórn.

Það er margt gott í þessu frumvarpi og mikill árangur hefur náðst á fjölmörgum sviðum en hjarta mitt getur ekki leyft að við förum með opnar fjárlagaheimildir til áframhaldandi aðlögunar og umsóknar að Evrópusambandinu til næstu ára.