141. löggjafarþing — 58. fundur,  20. des. 2012.

opinber stuðningur við vísindarannsóknir.

198. mál
[16:02]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við 1. umr. málsins þegar það kom inn í þingið gerði ég tvær athugasemdir sem sneru annars vegar að mikilvægi þess að vanda sig mjög vel við val á þeim verkefnum eða þeim áherslum sem við vildum hafa í sambandi við markáætlanir og hins vegar að það þyrfti að gæta sín, bæði til að tryggja í raun opinn aðgang og að ekki sé komið í veg fyrir að okkar færustu vísindamenn geti fengið að birta greinar sínar í bestu tímaritum heims. Það er sannfæring mín miðað við meðferð málsins og þær upplýsingar sem við höfum fengið frá menntamálaráðuneytinu að menn ætli að gæta vel að því. Þess vegna tel ég rétt að styðja málið.