141. löggjafarþing — 59. fundur,  20. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[19:06]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Björn Valur Gíslason) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er heimilt að selja eignarhluti í íslenskum fjármálafyrirtækjum í dag. Heimild til þess að gera það var gefin fyrir áratug eða svo, það er ekki verið að veita neina sérstaka heimild til þess nema samkvæmt tilteknum leikreglum, samkvæmt lögum, að það verði gert innan ákveðins ramma. Það ferli sé mótað nákvæmlega. Samþykkt þessa frumvarps, verði það að lögum, breytir engu um það hvort heimilt sé að selja fjármálafyrirtæki eða ekki. Það snýst um að það þurfi að setja lagaramma utan um það og að við vitum hvernig eigi að standa að því, að það verði ekki hafðar frjálsar hendur um það.