141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[10:26]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Með frumvarpi þessu er lagt til að enn á ný verði frestað gildistöku ákvæðis laga um sjúkratryggingar. Ákvæðið felur sjúkratryggingum að annast samningsgerð við heilbrigðisstofnanir í eigu ríkisins. Hér er enn og aftur verið að fresta því markmiði laganna að stuðla að rekstrarlegri og fjárhagslegri hagkvæmni heilbrigðisþjónustu og hámarksgæðum hennar. Það sýnir okkur að það er enginn vilji hjá ríkisstjórnarflokkunum til að vinna að þeim markmiðum laganna. Af því hef ég miklar áhyggjur, við stöndum hér ár eftir ár í sömu frestunaraðgerðunum á frumvörpum sem koma aðallega frá velferðarráðuneytinu.