141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

sjúkratryggingar.

303. mál
[10:30]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegur forseti. Ég vek athygli á því að við stöndum í þingsal í desember 2012 og hér tala hv. stjórnarþingmenn í lok kjörtímabilsins þegar þeir eru búnir með öll sín tækifæri. Við erum ekki að tala í upphafi þess. (Gripið fram í: Gleymdu ekki næstu fjórum árum.) Þetta hefur ekkert að gera með kostnað öðruvísi en að farið var í þá vegferð að fordæmi annarra þjóða til þess að ná fram betri þjónustu við sjúklinga í landinu með hagkvæmari hætti. Það er holur hljómur hjá þeim hv. stjórnarþingmönnum sem koma hér og segja að þetta sé of dýrt og að skoða þurfi þetta upp á nýtt og annað slíkt, vegna þess að þeir eru búnir að vera hér í fjögur ár en einhverra hluta vegna hafa þeir ekki séð ástæðu til að leggja niður sjúkratryggingastofnun. Hvers vegna skyldi það nú vera?

Virðulegur forseti. Þeir sem verða fyrir barðinu á frestuninni eru sjúklingar þessa lands, (Forseti hringir.) nákvæmlega. Farið var í þessa vegferð til að bæta hag sjúklinga í landinu og þessi ríkisstjórn (Forseti hringir.) hefur ekki haft dug í að klára það verkefni.