141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[10:57]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel afar mikilvægt að við lærum af reynslu og mistökum fyrri ára. Hér koma stjórnarliðar upp og fullyrða að það sé bara verið að búa til einhvers konar ramma um sölu á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Það er ekki þannig. Það er einfaldlega verið að veita ráðherra heimild til að selja að öllu leyti eða að hluta eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum að fengnum tillögum frá Bankasýslu ríkisins. Ætlunin er meðal annars að fjármagna fjárfestingaráætlun ríkissjóðs með söluandvirði af eignarhlutum ríkissjóðs í bönkunum.

Ég bendi á að umsögn Seðlabanka Íslands var afar neikvæð. Ég held að við ættum að staldra við og þess vegna styð ég frávísunartillögu hv. þm. Lilju Mósesdóttur.