141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

sala á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.

151. mál
[11:05]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Í þessari grein birtist algjört valdaafsal Alþingis. Í henni stendur:

„Ráðherra tekur ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt …“

Þetta er ekki í samræmi við niðurstöðu þingmannanefndarinnar um það að Alþingi eigi ekki að vera verkfæri í höndum framkvæmdarvaldsins. Í greininni eru heldur engar skorður settar við því að ríkið selji hrægammasjóðum eignarhluti sína.

Ráðherra getur jafnframt tekið hvaða tilboði sem er, jafnvel sölutilboði sem er undir verðmati á eignarhlutum ríkisins.

Frú forseti. Við eigum að hafna þessari grein.