141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

vörugjöld og tollalög.

473. mál
[11:18]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Í þessu frumvarpi er verið að einfalda að ákveðnu leyti fyrirkomulag vörugjalda. Í 1. gr. frumvarpsins er verið að leggja til hinn svokallaða sykurskatt. Þingflokki framsóknarmanna hefur verið mjög umhugað um það að styðja við manneldissjónarmið, m.a. með framlagningu máls sem hv. þm. Siv Friðleifsdóttir lagði fram um Skráargatið svokallaða, en þessi tillaga nær hins vegar á engan máta þeim merku markmiðum að draga úr þyngdaraukningu þjóðarinnar. Þess vegna getum við ekki stutt þetta og munum greiða atkvæði gegn þessari grein.