141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[19:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er lagt til að virðisaukaskattsfrelsi aðgöngumiða að íslenskum kvikmyndum sé fellt brott. Það mál hefur verið leyst með öðrum hætti og þar sem ég er á móti öllum frávikum í skattlagningu hlýt ég að greiða atkvæði með því en hins vegar er ég á móti því að íslensk kvikmyndagerð fái ekki þann stuðning sem hún hefur fengið.

Því er lofað að það verði gert annars staðar en í ljósi þessara mótsagnakenndu tillagna sit ég hjá við þessa atkvæðagreiðslu.