141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:01]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Hér er lagt til að smokkar lækki í verði, að þeir fari niður um virðisaukaskattsþrep. Ég tel þetta fyllilega í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda og áherslur hæstv. velferðarráðherra þar sem hann hefur einmitt bent sérstaklega á þessa tillögu og talað fyrir henni.

Það er klamydíufaraldur á Íslandi. Notkun íslenskra ungmenna á smokkum er með allra minnsta móti og ef við lækkum verð á smokkum spörum við mikla fjármuni í heilbrigðiskerfinu og gætum að ungmennum þessarar þjóðar. Ég hvet þingmenn til að styðja þessa tillögu og sýna að við ætluðum hvorki að hækka verð á þessari vöru né bleium eins og var samþykkt hér áðan. [Kliður í þingsal.]