141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:07]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er lagt til að lækka tryggingagjald úr 2,45 niður í 2,05 sem ætlað er til sérstakra þarfa. Ég er hlynntur því. Hins vegar mun ég ekki greiða atkvæði með greininni í heild sinni vegna þess að þar er um að ræða hækkun sem ekki var í kjarasamningum, heldur er raunveruleg skattahækkun. Það átti að lækka tryggingagjaldið á atvinnulífið þegar atvinnuleysi minnkaði.