141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:25]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að hækka gjaldið í Framkvæmdasjóð aldraðra og það er jákvætt að hann fái tekjur. Hins vegar er þarna nefskattur sem er með óréttlátustu og ófélagslegustu sköttum sem til eru, þ.e. fólk borgar þennan skatt óháð tekjum.

Þess vegna er ég á báðum áttum, eins og iðulega með þetta frumvarp, og get hvorki greitt atkvæði með né á móti.