141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

468. mál
[20:29]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Við erum að fara að greiða atkvæði um breytingartillögur við lög um neytendalán og húsnæðismál. Þær fela það í sér að bönkum er bannað að innheimta lántökugjald þegar gerðar eru skilmálabreytingar á lánum. Þetta hefur ekki í för með sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð, heldur er verið að tryggja það að bankarnir falli frá því að innheimta lántökugjald af fólki sem er í skuldaerfiðleikum alveg eins og ríkið gerir með því að falla frá stimpilgjöldum þegar um er að ræða skilmálabreytingu.

Skilmálabreyting gerist þegar láni sem er verðtryggt er breytt í óverðtryggt lán.

Ég hvet þingmenn til að samþykkja þessa breytingartillögu vegna þess (Forseti hringir.) að það bætir hag heimilanna.