141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

atvinnuleysistryggingar.

513. mál
[20:37]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við erum að greiða atkvæði um ýmsar breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar og greiðslur úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna fiskvinnslufólks. Mikilvægasta breytingin felur í sér styrki vegna þátttöku atvinnuleitenda í starfs- og námstengdum vinnumarkaðsúrræðum, jafnvel þó að þeir séu búnir að missa réttindi í Atvinnuleysistryggingasjóði. Þetta er mjög mikilvægt ákvæði til að tryggja atvinnuleitendum tækifæri til að vera þátttakendur á vinnumarkaði og detta ekki út í óvirkni.

Við erum jafnframt að breyta reiknireglu atvinnuleysisdaga fyrir þá sem hafa verið með hlutabætur í bráðabirgðaákvæði í lögunum þannig að nú reiknast hver dagur á hlutabótum hálfur dagur en ekki heill eins og áður og þannig eru réttindi þessa hóps tryggð.