141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

barnalög.

476. mál
[20:59]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Það er að sönnu mikilvægt að lög taki gildi en það er þeim mun mikilvægara að þau geti komist til framkvæmda á gildistökudeginum.

Samþykkt þessarar tillögu frá hv. minni hluta í velferðarnefnd þýðir að nýja kerfið sem við öll bundum svo miklar vonir við verður andvana fætt og skapast mun mikil réttaróvissa og óöryggi fyrstu mánuðina á nýju ári.

Mér þykir það miður. Ég tók þátt í því sem formaður velferðarnefndar á síðasta ári að það náðist þverpólitísk sátt um þetta nýja kerfi. Ég veit að miklar vonir eru bundnar við það. Þess vegna finnst mér miður að það sé eyðilagt áður en það kemur til framkvæmda. [Kliður í þingsal.] Ég bið menn að vera raunsæir og meta stöðuna eins og hún er skýrð fyrir okkur. Ég hef ekki forsendur til annars (Forseti hringir.) en að trúa því.