141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:11]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þá áréttingu sem fram kom í máli hv. þm. Einars K. Guðfinnssonar og ítreka það sem ég sagði áðan, þegar fæðingarorlofslögin voru sett í upphafi var eitt af yfirlýstum markmiðum þeirra að tryggja jafna stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Við verðum að gæta okkar á því að það verði ekki að fordæmi að mæður geti tekið sameiginlega réttinn af því sem faðirinn hefði átt að taka þannig að þær standi eftir með verri stöðu á vinnumarkaði þar sem þær eru alla jafna lengur í fæðingarorlofi.

Ég vildi árétta þetta en held reyndar að mér hafi tekist að flækja málið enn frekar með þessari atkvæðaskýringu.