141. löggjafarþing — 60. fundur,  21. des. 2012.

fæðingar- og foreldraorlof.

496. mál
[21:12]
Horfa

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (Vg):

Forseti. Ég fagna þessu máli í heild sinni. Þetta er mikið framfaramál fyrir samfélagið allt. Það þekkjum við öll, foreldrar. Ég vil ekki síst þakka fyrir þessa grein hér sem lýtur að hinum sjálfsagða rétti barna sem eiga bara eitt löglegt foreldri til að njóta samvista við foreldri sitt eins og önnur börn sem eiga tvo foreldra. Ég hef með fulltrúum allra flokka á Alþingi ítrekað lagt fram þingmál um nákvæmlega þetta atriði þannig að ég fagna því sérstaklega að þetta sé nú komið í gegn en að sjálfsögðu fyrst og fremst þessum gríðarlega mikilvægu úrbótum og framfaramálum sem hér er um að ræða. Megi það verða að veruleika (Forseti hringir.) eins og talað er um í þessu frumvarpi.